Hugarró Í Hvalfirði sem er í innan við klukkustundar fjarlægð frá Reykjavík. Þar er hafin þróun á ferðaþjónustuverkefni sem leggur áherslu á sjálfbærni, samfélagslega ábyrgð og náttúruvernd. Hugarró er verkefni sem sameinar lúxus og náttúru á nýjan og ábyrgari hátt en áður hefur þekkst á Íslandi.
Verkefnið samanstendur af glæsilegu fjögurra stjörnu hóteli með 32 herbergjum ásamt 25 lúxus smá hýsum sem tryggja að gestir geti ávallt notið útsýnisins án þess að trufla náttúru upplifunina. Í kringum allar byggingar verður notast verður við mjúka og hnitmiðaða lýsingu sem lágmarkar ljósmengun og varðveitir næturhimininn fyrir bæði gesti og dýralíf á svæðinu.
Áhersla okkar er að byggja á eins umhverfis vænan máta og hægt er, til að mynda, verða náttúruböð okkar að vera sérstaklega hönnuð með virðingu fyrir núverandi landslagi. Tré náttúran í kringum alla framkvæmdina verða varðveittar eins og unnt er. En böðin samanstanda af sjö laugum sem verða á mismunandi hæðar þrepum. Þannig skapast næði og persónulegt rými fyrir gesti með stórkostlegu útsýni yfir Hvalfjörðinn og Botnsdalinn. Sérstaða náttúrubaðanna liggur í orkusparandi og nýstárlegri tækni þar sem vatnið er hitað með varmaskiptum og síast stöðugt án kemískra efna. Vatnsgæði eru vöktuð reglulega með sjálfvirkum búnaði, sem tryggir einstaka tærleika og gæði vatnsins.
Sjálfbærni er leiðarljós þessar verkefnisins. Hugarró notar síað vatn úr nágreninu fyrir öll þrif og salerni. Svart- og grávatn verður aðskilið, hreinsað og endurnýtt í samræmi við ströngustu staðla um umhverfisvernd. Með þessu er sóun vatns lágmörkuð og neikvæð áhrif á náttúruna takmörkuð verulega.
Öryggi, aðgengi og þjónusta fyrir nærsamfélagið er mikilvægur þáttur í verkefni okkar. En við erum mjög meðvituð um sögu Litla Botns og að fyrir komu Hvalfjarðarganga þá var Hvalfjörður og sérstaklega þau litlu stopp sem voru á leiðinni mikilvægur staður í samfélaginu. Þessi menningararfur glataðist við komu Hvalfjarðarganganna, en með tilkomu Hugarró þá mun þetta svæði fá þá þjónustu sem var eitt sinn í boði nema í uppfærði mynd. Í dag er svæðið best þekkt hjá þeim heimsækja fossinn Glym eða þá sem fara hér í göngu. Það er markmið okkar hjá Hugarró endurvekja það mikilvæga hlutverk að ferðamenn sem leggja leið sína í gegnum Hvalfjörð geti stoppað og notið sín hér Hvalfirðinum. Verkefni okkar tryggir einnig að það verður ávallt fólk til staðar á svæðinu sem getur gripið inn í ef á reynir hjá ferðafólki sem komið sér hefur í neyð á svæðinu. Þess að auki mun tilkoma Hugarró bæta innviði svæðisins með því að tryggja hita vatnsöflun fyrir nær samfélagið og bæta háhraða internetaðgengi fyrir íbúa og fyrirtæki á svæðinu. Með þessu leggjum við okkar að mörkum að tryggja að nær samfélagið fái við til komu okkar bætta þjónustu með komu okkar, aukið öryggi og nýjan vinnustað sem stutt er í.
Við verðum einnig með vellíðunarstöð á svæðinu býður upp á einstakar upplifanir, þar á meðal súrefnisklefa, saltböð, innrauða klefa og súrefnismeðferð í þrýstiklefa. Þjónustan verður í hávegum höfð með umhverfisvænum lausnum og notkun náttúrulegra efna. Vellíðunarstöðin er hönnuð sem griðarstaður fyrir líkama og sál þar sem gestir geta endurnýjað orkuna í samræmi við umhverfisvænar og sjálfbærar lausnir.
Hugarró leggur áherslu á gott samstarf og opið samtal við samfélagið í nær umhverfinu. Ráðgjafafyrirtækið EFLA hefur verið fengið til þess að tryggja að skipulagsvinna fari fram af fagmennsku og í góðu samstarfi við íbúa. Tillaga að endurskoðun á aðalskipulagi hefur þegar verið lögð inn og verður gerð opinber fyrir alla sem vilja kynna sér málið frekar. Síðan verður haldinn opin fundur þann 13 mars 2025 þar sem verkið verður kynnt.
Með verkefninu í Hvalfirði býður Hugarró gestum sínum upp á einstaka upplifun þar sem lúxus, náttúra, vellíðan og samfélagsleg ábyrgð mætast á þann hátt sem gerir svæðið að fyrirmynd í sjálfbærri ferðaþjónustu.